bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Löggan fór í loftið á Reykjanesi
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
laugardaginn 10. ágúst 2019 kl. 11:03

Löggan fór í loftið á Reykjanesi

Lögreglan fór í loftið í vikunni þegar hún slóst í för með TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar og skoðaði varðsvæðið úr lofti. „Við vorum aðallega að kanna með utanvegaakstur og skoðuðum Reykjanesfólkvanginn allan en vorum þó með augun opin fyrir öllu, eins og alltaf reyndar. Engan sáum við aka utan slóða en talsvert er þó af förum á svæðinu eftir ökutæki sem hefur verið ekið utan slóða og vega og var það ekki fallegt að sjá. Talsvert var af göngufólki á skaganum sem naut veðursins og umhverfisins.

Við munum halda þessu eftirliti okkar áfram og biðjum ökumenn að halda sig á merktum vegum og slóðum,“ sagði lögreglan í pistli á Facebook.