Sjálfstæðisflokkurinn 13. - 26. sept
Sjálfstæðisflokkurinn 13. - 26. sept

Fréttir

Líkamsræktarstöð, baðlón og sjópottur í nýju deiliskipulagi fyrir Fitjar
Horft yfir Fitjar í Reykjanesbæ.
Laugardagur 11. september 2021 kl. 08:38

Líkamsræktarstöð, baðlón og sjópottur í nýju deiliskipulagi fyrir Fitjar

Reykjanesbær hefur lagt fram nýtt deiliskipulag fyrir Fitjar samkvæmt uppdrætti Glámu - Kím. Deiliskipulagssvæði er u.þ.b. 29 hektarar að stærð og afmarkast af lóðum við Fitjabakka og Fitjabraut til norðurs, strandlínu til austurs, Njarðarbraut til vesturs og suðurs og Víkingaheimum til suðausturs. Markmið skipulagsins er efla lýðheilsu í nánd við náttúru, tryggja náttúruvernd og stuðla að náttúruskoðun. Svæðið er eftirsótt útivistarsvæði og ríkt af fuglalífi. Deiliskipulagstillagan sameinar uppbyggingu svæðis fyrir atvinnulíf og heilsueflingu bæjarbúa í samræmi við kröfur um náttúruvernd, segir í gögnum umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins.

Í tillögu að deiliskipulagi fyrir Fitjar er m.a. byggingarheimild til að byggja heilsuræktarstöð með veitingasal og hóteli, heimild fyrir baðlaug utanhúss og „fjörupotti“ utan lóðar. Tenging við stíga sem liggja um Njarðvíkurfitjar.

Viðreisn
Viðreisn

„Byggingarreitur B2 er fjórskiptur. Á innsta hluta reitsins er heimilt að byggja tvær, þrjár hæðir, hámarkshæð samtals allt að tólf metrar. Næst honum er reitur með heimild fyrir eina hæð, allt að fimm metra hámarkshæð. Utar er reitur þar sem heimilt er að byggja stakstæð smáhýsi og skýli, allt að fjögurra metra hámarkshæð. Ysti er auðkenndur „byggingarreitur baðlóns“, þar heimilt að koma slíku fyrir.

Gert er ráð fyrir líkamsrækt, baðlóni og sjópotti í skipulaginu.

Girðing milli baðlóns og almenns útivistarsvæðis skal útfæra með hæðarmun í landi og gróp sem girðingin skal byggð ofan í, þannig að hún rísi ekki hærra en u.þ.b. einn metra yfir hæð Fitjasvæðisins næst lóðinni og verði ekki áberandi í landslagi – samanber kennisnið. Umbúnaður baðlóns og sjópotts skal gera þannig úr garði að vistkerfið verði ekki fyrir skaða vegna leka eða mengunar frá þeim. Aðgangur að sjópotti er heimill í gegnum hlið í girðingunni. Tryggja skal öryggi vegfaranda og notenda sjópotts og takmarka aðgang að honum á viðeigandi hátt,“ segir í deiliskipulagstillögunni.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hefur Björn Leifsson, eigandi World Class heilsuræktarstöðvanna hug á að byggja upp viðamikla starfsemi á svæðinu á Fitjum.