Kynningarfundir fyrir Grindvíkinga í stað íbúaþings
Á fundi bæjarráðs Grindavíkur þann 13. maí var rætt um fyrirhugað íbúaþing Grindvíkinga sem átti að halda fyrir sumarleyfi. Samkvæmt afgreiðslu fundarins verður þinginu frestað til haustsins, en í staðinn verður boðað til þriggja opinna kynningarfunda á næstu vikum.
Fundirnir verða haldnir á vegum Grindavíkurbæjar og Grindavíkurnefndar, og miða að því að upplýsa íbúa um stöðu mála og framvindu verkefna sem snúa að uppbyggingu og framtíð bæjarins.