RNB þrettándinn
RNB þrettándinn

Fréttir

Hvað var mest lesið á vf.is á síðasta ári? Hér eru fréttirnar í 11. til 20. sæti
Föstudagur 2. janúar 2026 kl. 18:17

Hvað var mest lesið á vf.is á síðasta ári? Hér eru fréttirnar í 11. til 20. sæti

Fréttir af fólki eru það sem lesendur vf.is sóttust helst í þegar þeir opnuðu vefinn á árinu 2025. Víkurfréttir hafa tekið saman lista yfir 20 mest lesnu fréttirnar á vefnum á síðasta ári.

Eiturslöngur og krókódíll

Ein af „topp 20“ fréttinum á síðasta ári voru eiturslöngur og krókódíll sem haldlagðar voru í íbúðum á Suðurnesjum. „Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð í hús í Njarðvík nýlega þar sem hún var beðin um aðstoð við að fjarlægja þrjá eiturslöngur sem voru í búrum í íbúðinni. Þá barst einnig tilkynning um krókódíl í íbúð í Vogum og var beðið um aðstoð við að fjarlægja hann. Ragnar Guðleifsson, meindýraeyðir tók slöngurnar en hann var einnig með hanskana og viðeigandi tól til að handsama um eins metra langan krókódíl sem hafði fengið að vaxa í húsnæðinu,“ sagði í frétt á vf.is í maí.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Eiturslöngur og krókódíll í íbúðum á Suðurnesjum



Fannar á förum

Fannar Jónasson stígur upp úr bæjarstjórastóli Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. „Ég verð 68 ára þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnakosninga og þá verður góður tímapunktur að stíga upp úr bæjarstjórastólnum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur en hann er fyrsti bæjarstjórinn í 50 ár sem þurfti að stýra bæjarfélagi sem lenti í náttúruhamförum af völdum eldgosa. Við ræddum við Fannar síðasta haust þar sem hann greindi frá þessari ákvörðun sinni

Fannar kveður Grindavík



Leitaði upprunans og fann

Sigrún Lína er hársnyrtimeistari með kennsluréttindi og getur kennt á framhaldsskólastigi. Hún er gift, þriggja barna móðirog á eina ömmustelpu. Sigrún hefur lokið burtfaraprófi í klassískum söng frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og syngur í kirkjukór Keflavíkurkirkju. Útlitslega sést að Sigrún er ekki hefðbundinn Íslendingur, hún er dekkri yfirlitum en flestir enda vissi hún alltaf að blóðfaðir hennar væri af erlendu bergi brotinn – en hún þráði að vita meira.

„Ég hef alltaf hugsað um það að mig langi að vita eitthvað. Ég hef alltaf vitað að ég er hálfur Írani, fékk að vita það þegar ég var mjög lítil en hef aldrei þorað, enda var það ekkert auðvelt áður fyrr, að leita. Jú, ég átti þrjár myndir – það var það eina,“ segir Sigrún þegar hún byrjar að segja Víkurfréttum sögu sína. Söguna sagði hún í mars og hún var ein af 20 mest lesnu fréttum eða viðtölum á vf.is.

Maður að nafni Bahram er búinn að nálgast þig á Facebook



Mikið fjör á Keflavíkurblótinu

Það eru ekki bara fréttir sem lesendur sækjast eftir. Þeir elska myndir. Þorrablót Keflavíkur fór fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í ársbyrjun. Myndasafn frá Keflavíkurblótinu var skoðað mjög mikið á nýliðnu fréttaári.

Mikið fjör á Keflavíkurblótinu

Bættar samgöngur

Bættar samgöngur innanbæjar í Reykjanesbæ voru til umfjöllunar á nýliðnu ári. Betri vegtenging að nýju BYKO- og Krónu-verslunarhúsi fékk mikinn lestur.

Vinnist sem hraðast

Hús í óleyfi skal fjarlægt

Þessar venjulegu fréttir sem verða til uppúr fundargerðum bæjaryfirvalda á Suðurnesjum fara stundum á flug. Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga tók fyrir fyrirspurn um mögulega skiptingu lands Austurkots á Vatnsleysuströnd. Í fyrirspurninni kom einnig fram áhugi á því að reisa eitt til tvö 35 fermetra hús á lóðunum, sem notuð yrðu sem skammtímagistirými til útleigu.
Í afgreiðslu nefndarinnar kemur fram að ekkert deiliskipulag sé fyrir svæðið, en að mögulegt væri að setja inn heimild um gistingu ef deiliskipulag yrði unnið. Nefndin benti þó jafnframt á að við Austurkot 1 standi hús sem hafi verið flutt á staðinn án leyfis byggingarfulltrúa. Það hús sé því í óleyfi og þurfi að fjarlægja. Þessi frétt hafnaði á topp 20 lista síðasta árs.

Spurði um gistingu en þarf að fjarlægja óleyfishús



Bob mætti í krukku til Grindavíkur

Þegar menn missa af því að komast til Grindavíkur í lifanda lífi, þá er næsti kostur að láta senda öskuna sína þangað. Bob fannst í krukku við kirkjugarðinn að Stað í Grindavík. Saga hans var ein af því mest lesna á síðasta ári.

Endar Bob í kirkjugarðinum í Grindavík?



Meira af vinsælum Þorrablótum

Það var ekki bara Keflavíkurblótið sem var vinsælt, því Njarðvíkurblótið var einnig mikið skoðað á myndum á vf.is á síðasta ári.

Stærsta þorrablót í sögu Njarðvíkur - hér eru myndirnar!

Með 70 milljónir í kalt bað

Þriðji vinningur í EuroJackpot kom til Íslands í febrúar og færði eiganda sínum tæpar 70 milljónir. Sá hafði keypt miðann sinn á sölustað, Kjörbúðinni í Garði og fór sjálfur yfir hann. Hann ætlaði þó ekki að trúa því að hann væri með fimm réttar tölur og vinning upp á tæpar 70 milljónir svo hann rétti konu sinni miðann og bað hana um að staðfesta þetta. Að því loknu sagðist vinningshafinn hreinlega hafa þurft að fara í kalt bað. Þau hjónin hafa ákveðið að þiggja fjármálaráð sem öllum vinningshöfum stendur til boða og greiða upp húsnæðislánið sitt. Það sem út af gengur verður svo sett í góða ávöxtun og haft sem varasjóður.

Garðmaðurinn fór í kalt bað 70 milljónum ríkari



Sjónvarpsmyndir vinsælar

Þannig er að lifandi myndir eru alltaf vinsælar og myndir af flóðasvæðum í Suðurnesjabæ voru á meðal þeirra tuttugu frétta sem voru mest lesnar á síðasta ári.

Sjónvarp: Nýjar myndir af flóðasvæðunum

RNB þrettándinn
RNB þrettándinn