Fréttir

Gasmengun í Höfnum
Þriðjudagur 26. mars 2024 kl. 12:41

Gasmengun í Höfnum

Á síðustu klukkustundum hefur mikil mengun, sem kemur frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni, mælst á mælum Umhverfisstofununar í Höfnum. Hæstu gildi hafa farið yfir 1000 míkrógrömm á rúmmeter, sem teljast óholl loftgæði fyrir viðkvæma. Vegna þessa er mælt með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. Hægt er að fylgjast með loftgæðum inn á vef Umhverfisstofnunar www.loftgaedi.is

Einnig er hægt að fylgjast með gasmælingarspá á vef Veðurstofu Íslands: https://vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og hægt að nálgast leiðbeiningar inn á vef Umhverfisstofunar

Optical Studio
Optical Studio

https://ust.is/loft/eldgos/leidbeiningar-a-timum-eldgosa/