bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Gáfu spjaldtölvur til íbúa Nesvalla og Hlévangs
Föstudagur 27. mars 2020 kl. 07:53

Gáfu spjaldtölvur til íbúa Nesvalla og Hlévangs

Íbúum Hrafnistuheimilanna á Nesvaöllum og Hlévangi bárust höfðinglegar gjafir frá Lionsklúbbi Njarðvíkur, Lionsklúbbnum Æsu, Lionsklúbbi Keflavíkur og Lionessuklúbbi Keflavíkur en þau komu færandi hendi með fjórar spjaldtölvur ásamt sama fjölda heyrnartóla.

Þessar gjafir koma sér mjög vel þar sem engar heimsóknir eru leyfðar til íbúa á þessum fordæmalausu tímum og geta íbúar þá haft samskipti við og séð ættingja sína með því að nota myndsímtöl. Gjafirnar eru strax komnar í notkun og gleðja íbúa jafnt sem aðstandendur, segir á fésbókarsíðu Hrafnistu í Reykjanesbæ þar sem klúbbunum eru þakkaðar gjafirnar.