Bygg
Bygg

Fréttir

Fullur skilningur á erfiðri stöðu lóðahafa í Grindavík
Föstudagur 28. febrúar 2025 kl. 06:58

Fullur skilningur á erfiðri stöðu lóðahafa í Grindavík

Fyrirspurn um skipulagsmál varðandi Fálkahlíð 4 og 6 í Grindavík var tekin fyrir á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. Lagt fram bréf frá Lögbók sf. fyrir hönd Lagnaþjónustu Þorsteins, dagsett 20. desember 2024.

Bæjarstjórn Grindavíkur lagið fram bókun en þar segir:

„Fullur skilningur er á því, af hálfu Grindavíkurbæjar, að lóðahafi sé í mjög erfiðri stöðu og að þörf sé á skýrum svörum um hvort honum verði yfirleitt heimilt að ljúka húsbyggingu á umræddum lóðum að Fálkahlíð 4 og 6.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Bæjarstjórn telur ekki mögulegt að taka endanlegar ákvarðanir um nýtingu eða mögulegt bann við nýtingu einstakra byggingarlóða fyrr en niðurstaða bráðabirgðahættumats og hættukort fyrir bæinn liggur fyrir.

Bæjarstjórn leggur áherslu á að vinna við gerð hættumats hefjist sem fyrst og liggi fyrir eins fljótt og mögulegt er. Óhjákvæmilegt er þó að verkefnið muni taka nokkurn tíma.“