Public deli
Public deli

Fréttir

Flugeldasýningin fór með hvelli
Þriðjudagur 29. desember 2015 kl. 09:41

Flugeldasýningin fór með hvelli

Bilun í skotborði varð til þess að flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes fór með hvelli í gærkvöldi og var lokið aðeins mínútu eftir að fyrstu bombunni var skotið á loft.

Mistök við forritun urðu til þess að sýningarflugeldunum var skotið á loft með tveggja sekúndna millibili. Það þýðir að flugeldasýningin varð miklu hraðari en hún átti að verða. Sýningin var því verulega flott en stóð í alltof stuttan tíma, þannig að margir urðu fyrir vonbrigðum.

Ekkert er við ráðið þegar þetta gerist þar sem rafbúnaður sér um að senda flugeldana á loft.

Sýningin verður endurtekin á gamlárskvöld um miðnætti víðsvegar um Reykjanesbæ.

Myndskeiðið hér að neðan er frá sýningunni í gærköldi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024