Bygg
Bygg

Íþróttir

Slæmt tap Keflvíkinga á heimavelli
Sunnudagur 11. maí 2025 kl. 12:13

Slæmt tap Keflvíkinga á heimavelli

Keflvíkingar sem ætla sér stóra hluti í sumar, töpuðu óvænt á heimavelli gegn Þrótti Reykjavík á föstudagskvöldið og eru með þrjú stig um miðja deild en ekkert lið hefur unnið báða leiki sína til þessa. 

Keflvíkingar lentu manni færri í lok fyrri hálfleiks þegar Ignacio Heras Anglada fékk gult og svo beint rautt spjald. Þróttarar skoruðu sigurmarkið á 83. mínútu.

Njarðvík, Þór Ak, Fylkir, ÍR og Þróttur Reykjavík eru öll með fjögur stig í efsta sæti. Keflvíkingar eru eins og áður sagði með þrjú stig eins og Selfoss. Grindvíkingar í níunda sæti með eitt stig eins og tvö önnur lið en Völsungar frá Húsavík er eina liðið án stiga.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Næsta umferð verður leikin um helgina, Njarðvíkingar ríða á vaðið á föstudagskvöld og mæta ÍR í toppslag á heimavelli en Keflavík og Grindavík leika ekki fyrr en á sunnudag, Keflavík á útivelli gegn Þór Akureyri og Grindavík sömuleiðis á útivelli, gegn Þrótti R.