Bygg
Bygg

Íþróttir

Njarðvíkingar yfirspiluðu Völsung – stórsigur á heimavelli
VF-myndir: Hilmar Bragi
Laugardagur 10. maí 2025 kl. 19:24

Njarðvíkingar yfirspiluðu Völsung – stórsigur á heimavelli

Það var engin spurning hvor liðið var sterkari aðilinn þegar Njarðvíkingar tóku á móti Völsungi á JBÓ vellinum í dag. Heimamenn voru grimmir frá fyrstu mínútu og unnu afar sannfærandi 5–1 sigur í annarri umferð Lengjudeildar karla.

Amin Cosic kom Njarðvík yfir eftir aðeins sjö mínútur og Dominik Radic tvöfaldaði forystuna sjö mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Oumar Diouck. Njarðvíkingar héldu áfram að pressa og Oumar Diouck bætti við þriðja markinu á lokamínútu fyrri hálfleiks með auðveldri afgreiðslu eftir prýðilegt spil við Dominik Radic.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Oumar Diouck var aftur á ferðinni á 67. mínútu og skoraði sitt annað mark í leiknum. Þrátt fyrir að Völsungur hafi minnkað muninn í 4–1 með marki frá Arnari Pálma Kristjánssyni, þá var það aðeins tímabundin bót fyrir gestina sem höfðu verið teknir í kennslustund í Njarðvík.

Bjarki Baldvinsson hjá Völsungi sá rautt spjald eftir seinna gula þegar um fimmtán mínútur voru eftir, og gerði það illt verra fyrir gestina. Oumar Diouck fékk síðan tækifæri á þrennunni úr vítaspyrnu undir lokin, en skaut í slána. Símon Logi Thasaphong tryggði þó fimmta markið í uppbótartíma eftir gott samspil við Arnleif Hjörleifsson og Freystein Inga.

Njarðvíkingar voru með öll tök á leiknum, sóttu af krafti og sýndu að þeir eru með mikið vopnabúr í sóknarleiknum. Með þessum sigri eru þeir komnir á fullt skrið í upphafi tímabils og sýna að þeir ætla sér stóra hluti í sumar.

Njarðvík - Völsungur // Lengjudeild karla // 10. maí 2025