Bygg
Bygg

Íþróttir

Jafntefli í fyrsta leiknum í Grindavík síðan ´23
Vel var mætt á Grindavíkurvöll í dag.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 10. maí 2025 kl. 18:44

Jafntefli í fyrsta leiknum í Grindavík síðan ´23

Mikil eftirvænting var í Grindavík í dag þegar knattspyrnulið bæjarins lék fyrsta heimaleikinn síðan fyrir rýmingu í nóvember 2023. Andstæðingurinn var lið Fjölnismanna og urðu lokatölur 3-3 eftir að Fjölnir hafði verið yfir í hálfleik, 1-2.

Grindvíkingar fengu ekki beint draumabyrjun, Fjölnir komst yfir eftir u.þ.b. tuttugu sekúnda leik! Grindavík jafnaði fljótlega með marki Ármanns Inga Finnbogasonar en Fjölnir komst yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Grindavík jafnaði fljótlega í seinni hálfleik og komst svo yfir og var fyrirliðinn Adam Árni Róbertsson að verki í bæði skipti. Fjölnismenn misstu svo leikmann út af á 87. mínútu en náðu engu að síður að jafna leikinn þegar komið var á sjöttu mínútu í uppbótartíma og það urðu lokatölur í leiknum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Grindavík er með eitt stig eftir tvo leiki.

Adam Árni u.þ.b. að renna boltanum í netið og koma Grindavík yfir...

... og Grindvíkingar fagna marki hans.

Gera þurfti hlé á leiknum til að hlúa að leikmönnum beggja liða og Fjölnir jafnaði í uppbótartímanum.

Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur: Adam Árni Róbertsson, fyrirliði Grindavíkur: Gunnar Guðmundsson, þjálfari Fjölnis: Jónas Friðriksson, stuðningsmaður Fjölnir, um hvernig honum leið að koma til Grindavíkur: