Fjölmenni við útför Jóns Eysteinssonar
Útför Jóns Eysteinssonar, fyrrverandi sýslumanns í Keflavík var frá Keflavíkurkirku í dag að viðstöddu fjölmenni. Jón lést 2. september sl. 88 ára að aldri en hann var fæddur 10. janúar 1937. Hann lætur eftir sig eftirlifandi eiginkonu, Magnúsínu Guðmundsdóttur, þrjá syni, barnabörn og barnabarnabörn.
Útförinni stýrði Sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur Keflavíkurkirkju en orgelleikur var í höndum Arnórs Vilbergsonar. Sigurður Guðmundsson og Kór Keflavíkurkirkju sungu við útförina.