Fréttir

Fellur frá málshöfðun á hendur íslenska ríkinu
Þriðjudagur 20. febrúar 2024 kl. 17:47

Fellur frá málshöfðun á hendur íslenska ríkinu

Grindvíkingurinn Stefán Kristjánsson hefur ákveðið að falla frá málshöfðun sinn á hendur íslenska ríkinu. Stefán göfðaði mál á hendur íslenska ríkinu í byrjun febrúar með dómkröfu um að staðfest yrði með dómi, að honum sé og hafi verið óskylt að hlíta ákvörðunum ríkislögreglustjóra um bann við för stefnanda til Grindavíkur og dvöl þar í eigin húsakynnum að Hólavöllum 13, sem og húsakynnum fyrirtækisins Einhamar Seafood ehf., Verbraut 3a, sem hann er aðaleigandi að.

„Nú er komið fram að fyrirsvarsmenn ríkisins hafa ákveðið að fella niður ákvarðanir sínar um bannið, sem kröfum Stefáns var beint að. Þannig liggur nú fyrir að Stefán hefur náð fram dómkröfum sínum á þann hátt sem í stefnunni greindi, án þess að fella þyrfti dóm um þær. Að svo búnu er ekki lengur ástæða til að láta mál Stefáns ganga til dóms og hefur hann því ákveðið að fella málið niður,“ segir í yfirlýsingu Stefáns Kristjánssonar sem Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, sendi á fjölmiðla í dag.

Bílakjarninn
Bílakjarninn