Fréttir

Féll á andlitið í flugstöðinni
Þota American Airlines á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr safni og tengis ekki efni fréttarinnar.
Sunnudagur 22. september 2019 kl. 15:19

Féll á andlitið í flugstöðinni

Lenda þurfti flugvél frá American Airlines á Keflavíkurflugvelli í vikunni vegna veikinda farþega. Vélin var í áætlunarflugi frá Chicago til Venice á Ítalíu. Læknir var um borð og leit hann til með sjúklingnum þar til að lent var í Keflavík. Farþeginn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Þá var lögreglu í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum tilkynnt um einstakling sem dottið hafði á andlitið í brottfararsal. Hafði viðkomandi hrasað um ferðatösku og ekki náð að bera hendurnar fyrir sig. Farþeginn hlaut skrámur, en ekki alvarlegar, og hélt áfram för sinni eftir að hafa fengið aðhlynningu á staðnum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024