Fréttir

  • Eldar loguðu á þremur hæðum í kísilverinu - myndskeið
  • Eldar loguðu á þremur hæðum í kísilverinu - myndskeið
Þriðjudagur 18. apríl 2017 kl. 06:10

Eldar loguðu á þremur hæðum í kísilverinu - myndskeið

- Erfiðar aðstæður til slökkvistarfs í verksmiðjunni

Talsverður bruni varð í kísilveri United Silicon í Helguvík í nótt. Eldur logaði í trégólfum á þremur hæðum í kísilverinu.
 
Útkall barst slökkviliði Brunavarna Suðurnesja um kl. 04 í nótt og tilkynnt að eldur logaði í ofnhúsi kísilversins. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn logði eldur í trégólfum á þremur hæðum í byggingunni.
 
Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, gekk erfiðlega að slökkva eldinn. Fyrst um sinn þurfti að notast við duft. Svo var skipt yfir í vatn þegar rafmagn hafði verið tekið af svæðinu þar sem eldarnir logðu.
 
Þegar þetta er skrifað um kl. 06 loga enn glæður en slökkviliðsmenn hafa ráðið niðurlögum mesta eldsins á vettvangi. Tíu slökkviliðsmenn eru í kísilverinu þessa stundina við slökkvistörf.
 
Meðfylgjandi myndskeið var tekið með dróna á vettvangi brunans í nótt.  VF-myndir: Hilmar Bragi

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024