Bílaútsalan - Gylfi
Bílaútsalan - Gylfi

Fréttir

Eitrað fyrir köttum í Sandgerði með frostlegi
Kötturinn hennar Ásu fannst meðvitundarlaus og drapst svo vegna eitrunar af frostlegi.
Mánudagur 1. apríl 2019 kl. 14:23

Eitrað fyrir köttum í Sandgerði með frostlegi

Tveir kettir hafa drepist í Sandgerði á síðustu dögum eftir að eitrað var fyrir þeim með frostlegi. Í gær fann Ása Rögnvaldsdóttir köttinn sinn meðvitundarlausan. Farið var með dýrið á dýralæknastofu í Reykjavík. Sýnataka dýralæknis staðfesti að kötturinn hafi innbirt frostlög. Atvikið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar sem mun rannsaka málið. Einnig mun Ása leita til lögreglunnar vegna málsins.
 
Annar kötturinn fannst á Hjallagötu í Sandgerði í gær en hinn á Ásabraut fyrir nokkrum dögum síðan. Frostlögurinn er bráðdrepandi fyrir ketti, hunda og önnur dýr. Frostlögur er sætur og getur því verið freistandi fyrir gæludýr að smakka á ef hann er aðgengilegur. Jafnvel mjög lítið magn getur valdið alvarlegri eitrun og nýrnaskaða og þarf því umsvifalaust að komast til meðferðar hjá dýralækni ef grunur leikur á að dýrið hafi komist í frostlög.
 
Ása segir að frá því að köttur innbyrðir frostlög þá hefur fólk einungis 3 klukkutíma til að bregðast við svo það sé ekki of seint. Eitrunin leggst í öll líffæri og skemmir þau. Einkenni eru tildæmis uppköst og niðurgangur en fleiri upplýsingar hægt að fá hjá MAST. 
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs