Fréttir

Bæta húsnæðisaðstæður hjá Grindavíkurbæ
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 7. nóvember 2022 kl. 10:34

Bæta húsnæðisaðstæður hjá Grindavíkurbæ

Húsnæðisaðstæður skólaþjónustu, félagsþjónustu og barnaverndar Grindavíkurbæjar verða bættar. Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt tillögu bæjarráðs með sex atkvæðum um viðauka vegna breytinga á aðstöðu félags- og skólaþjónustu. Óskað var eftir heimild til að nota af fjárheimild verkefnisins „Víkurbraut 62, breytingar á 3. hæð“ í að laga núverandi aðstöðu félags- og skólaþjónustu. Fjárhæðin er tíu milljónir króna.

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins og fól Helgu Dís Jakobsdóttur varaforseta að taka við stjórn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024