Rúmfatalagerinn
Rúmfatalagerinn

Fréttir

Bæjarráð vilji ekki koma til móts við barnafjölskyldur
Laugardagur 13. ágúst 2022 kl. 08:11

Bæjarráð vilji ekki koma til móts við barnafjölskyldur

Henríetta Ósk Melsen óskar eftir því að bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga snúi við ákvörðun sinni um styttingu dvalartíma barna á leikskóla, eða undanþágu til að hún geti nýtt allan dvalartíma sem leikskólinn er opinn.

Bæjarráð Sveitarfélagsins tók málið til afgreiðslu á síðasta fundi. Þar var erindi Henríettu hafnað og sagt að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu.

Fulltrúi L-listans bókaði við afgreiðsluna: „Við undrumst að bæjar­ráð vilji ekki koma til móts við barnafjölskyldur sem þurfa að stunda vinnu utan Voga á meðan ekki er mikla atvinnu að hafa í Vogunum“.