Fréttir

Alvarlegt bílslys á Sandgerðisvegi
Frá vettvangi á Sandgerðisvegi skömmu eftir óhappið.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 19. janúar 2020 kl. 17:16

Alvarlegt bílslys á Sandgerðisvegi

Mjög harður árekstur varð á Sandgerðisvegi í gær þegar tveir bílar lentu framan á hvor öðrum en lögreglan hafði veitt öðrum þeirra eftirför.

Tveir voru í öðrum bílnum en einn í hinum. Meiðsl þessara tveggja voru alvarlegri. Sjúkrabílar fluttu mennina á sjúkrahús og þurfti að klippa báða mennina úr öðrum bílnum. Tók það nokkrun tíma og var Sandgerðisvegi lokað í 2-3 klukkustundir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan mannanna eða frekar um atvikið.

Uppfært: Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu RÚV að eftirför hafi verið í gangi þegar tveir bílar lentu saman. Afleiðingar slyssins séu alvarlegar og verður málið tekið til ítarlegrar skoðunar. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Sandgerðisvegi var lokað í 2-3 klukkustundir. Þessi mynd er tekin frá hinu sjónarhorninu.

Klippa varð mennina tvo út úr öðrum bílnum en þeir voru sendir á Landsspítalann þar sem gert var að meiðslum þeirra.

Árekstur á Sandgerðisvegi