RNB 17 júní
RNB 17 júní

Fréttir

Á fjórhjólum þvert yfir landið frá Reykjanesi á Langanes
Hópurinn sem lagði upp í ferðalagið á mánudaginn. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 22. ágúst 2019 kl. 15:06

Á fjórhjólum þvert yfir landið frá Reykjanesi á Langanes

Hópur félagsmanna úr fjórhjóladeild Akstursíþróttafélags Suðurnesja lagði í vikunni upp í ferðalag þvert yfir Ísland frá Reykjanestá og að Fonti á Langanesi.

Ferðalagið hófst við Valahnúk á Reykjanesi á mánudag en hópurinn mun ná áfangastað við Font á Langanesi í dag.

Fjallað er um ferðalagið í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:30.