Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

23% atvinnuleysi í Reykjanesbæ
Fjöldi atvinnulausra starfaði í flugstöðinni.
Sunnudagur 3. janúar 2021 kl. 07:54

23% atvinnuleysi í Reykjanesbæ

500 atvinnulausir í meira en eitt ár

Atvinnuleysi í Reykjanesbæ heldur áfram að aukast og mældist 23% í lok nóvember sem er aukning um 0,7% frá fyrri mánuði. Alls eru því um 3.000 manns atvinnulausir eða þiggja greiðslur vegna hlutabótaleiðarinnar svokölluðu.

Fjöldi þeirra sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá heldur jafnframt áfram að aukast og höfðu um 500 íbúar bæjarins verið á atvinnuleysisskrá í meira en eitt ár um síðastliðin mánaðarmót.