Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Yfirlýsing frá ungmennaráði Suðurnesjabæjar
Úr viðureign Víðis og Reynis í þriðju deild á síðasta ári. Mynd úr safni VF/JPK
Föstudagur 7. júní 2024 kl. 21:41

Yfirlýsing frá ungmennaráði Suðurnesjabæjar

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar lýsir yfir óánægju sinni varðandi niðurstöðu gervigrasvallarmálsins í Suðurnesjabæ. Það hryggir okkur að ekki hafi verið tekið inn í myndina skoðun okkar á málinu og hún höfð til hliðsjónar í málaferlinu. Við vonum að þegar tekin verður endanleg lokaákvörðun um staðsetningu vallarins þá verði hlustað á ungmennaráðið, ekki aðeins vegna þess að við höfum það erindi að koma með okkar skoðanir heldur einnig til þess að fleiri ungmennum á svæðinu finnst þau eigi að geta haft áhrif á mál sem eru að gerast hverju sinni og fá að taka þátt í að móta framtíð Suðurnesjabæjar.

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024