Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Aðsent

Tímamót í baráttunni gegn ofbeldi á Suðurnesjum þegar Suðurhlíð var stofnuð
Suðurhlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis er með aðsetur að Aðalgötu 60, við Aðaltorg í Keflavík.
Miðvikudagur 26. nóvember 2025 kl. 06:24

Tímamót í baráttunni gegn ofbeldi á Suðurnesjum þegar Suðurhlíð var stofnuð

Árið 2024 markaði tímamót í baráttunni gegn ofbeldi á Suðurnesjum þegar Suðurhlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis var stofnuð. Miðstöðin er afrakstur víðtæks samstarfs ellefu aðila á Suðurnesjum sem sameinuðust um að efla stuðning og úrræði fyrir þolendur ofbeldis og annarra afbrota.

Stærsti liður þjónustu Suðurhlíðar hafa verið einstaklingsviðtöl. Vaninn er að bjóða þjónustunotendum eitt til þrjú viðtöl við ráðgjafa og í framhaldi er boðin áframhaldandi ráðgjöf og stuðningur hjá þeim aðilum sem taldir eru best til þess fallnir að vinna með þær afleiðingar ofbeldis sem viðkomandi hefur orðið fyrir.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Nú er liðið ár frá opnun Suðurhlíðar og síðan þá hafa rúmlega 90 þolendur ofbeldis komið í fyrsta viðtal.

Ofbeldi á sér margar birtingarmyndir. Í Suðurhlíð eru teknar saman upplýsingar um ofbeldi sem þjónustuþegi greinir frá og er tölfræðin byggð á upplýsingum úr komuskýrslum í fyrsta viðtali. Birtingarmyndir ofbeldis eru fjölmargar en hér verður sérstaklega fjallað um stafrænt ofbeldi.

Stafrænt ofbeldi: Falið vald, raunverulegur skaði

Þjónustunotendur hafa upplifað margar tegundir ofbeldis af þeim eru stafrænt ofbeldi jafnmikill veruleiki og andlegt og líkamlegt ofbeldi. Á síðustu árum hefur stafrænt ofbeldi orðið sífellt sýnilegra í íslensku samfélagi. Með hraðri þróun stafrænnar tækni hefur ofbeldið færst inn í síma tölvur og samfélagsmiðla - staði sem að flestir reiða sig á daglega. Stafrænt ofbeldi er oft hljótt og ósýnilegt en afleiðingarnar eru raunverulegar og geta verið djúpstæðar. Um leið og við fögnum tækniframförum eins og gervigreind og öðrum tækniframförum, verður líka auðveldara að villa á sér heimildir í netheimum.

Stafrænt ofbeldi einnig kallað netofbeldi er hvers kyns ofbeldi ,áreitni eða stjórnun sem gerð er með stafrænum miðlum eða tækjum. Það getur átt sér stað á samfélagsmiðlum, í skilaboðum, í símaforritum, tölvupósti eða í gegnum önnur net- og eða tæknikerfi.

Stafrænt ofbeldi getur verið jafn alvarlegt og líkamlegt eða andlegt ofbeldi og er refsivert. Stafrænir vettvangar gera það að verkum að auðvelt er fyrir gerendur að ná til

þolanda aftur og aftur. Stafrænt ofbeldi getur verið hluti af andlegu, sálrænu eða jafnvel kynferðislegu ofbeldi sem að miðar að því að niðurlægja, stjórna hræða eða einangra þann sem fyrir verður. Það getur verið sýnilegt, (t.d. opinberar móðganir) eða hulið ( t. d leynilegt eftirlit).

Stafrænt ofbeldi getur birst í óumbeðnum skilaboðum, hótunum, netníði, dreifingu mynda án samþykkis. Persónuþjófnaði eða rafrænu eftirliti. Oft byrjar það smátt, eins og óviðeigandi athugasemdir eða óumbeðin mynd en það þróast jafnvel yfir í stöðuga áreitni eða hótanir sem að grafa undan öryggi og sjálfsmynd þolanda. Fjölmörg tilvik eiga sér stað í kyrrþey . Þolendur finna ekki alltaf kjark til að segja frá annað hvort vegna skammar, ótta við að vera ekki trúað eða vegna þess að gerandinn er oft einhver sem þeir þekkja - vinur, skólafélagi, fyrrverandi maki, eða jafnvel fjölskyldumeðlimur.

Afleiðingar sem sjást - og þær sem ekki sjást

Stafrænt ofbeldi getur haft sömu áhrif og annað ofbeldi. Álagið getur orðið gífurlegt. Kvíði, svefnleysi, óöryggi, og vantraust eru algeng einkenni. Í hvert sinn sem að síminn hljómar finna þolendur fyrir ótta og áhyggjum af því hvaða efni gæti birst næst eða hverjir gætu sé það. Félagslegar afleiðingar geta verið einangrun, erfiðleikar í námi eða vinnu og skert sjálfsmynd. Í alvarlegum tilvikum birtast einkenni áfallastreitu, þunglyndi eða langvinn streita. Þegar myndum eða myndböndum hefur verið dreift getur skömmin orðið yfirþyrmandi og vanlíðan alvarleg.

Refsivert athæfi

Margt af því sem að fellur undir stafrænt ofbeldi er refsivert samkvæmt íslenskum lögum.

Þar má nefna

  • Dreifingu mynda eða myndefnis án samþykkis
  • Hótanir og fjárkúgun
  • Áreitni og rafrænar ofsóknir
  • Eftirlíking persónu
  • Ólöglegt aðgengi að samfélagsmiðlum eða tölvupósti

Hvað er hægt að gera ef að þú eða einhver sem að þú þekkir verður fyrir stafrænu ofbeldi ?

Mikilvægt er að bregðast skynsamlega við og tryggja öryggi sitt.

Tilkynna á viðkomandi miðli, flest samfélagsmiðlaforrit eru með tilkynningarhnapp

Safna gögnum

Taktu skjámyndir af skilaboðum, myndum, ummælum og  nöfnum notenda. Skráðu dagsetningar og tíma. Talaðu við einhvern sem þú treystir og láttu vita hvað er að gerast. Leitaðu aðstoðar hjá fagaðilum, hjá 112.is - Netspjall. Ráðgjafar í boði allan sólarhringinn.

Stígamót: Aðstoð fyrir fólk sem verður fyrir kynferðislegu ofbeldi þar með talið stafrænu kynferðisofbeldi. Þar er einnig https://sjukast.is/sjuktspjall/ fyrir ungmenni sem geta spjallað nafnlaust við ráðgjafa frá kl. 20-22 á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum

Lögreglan: Ef um hótanir, mynd dreifingu eða annað refsivert brot er að ræða.

Suðurhlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Suðurnesjum opið frá 9:30 til 16:00 sími 591-7085 einnig hægt að panta tíma hjá noona.is og sudurhlid.is

Ef þú óttast um öryggi þitt eða annarra, hafðu strax samband við 112.

Ábyrgð okkar allra

Stafrænt ofbeldi er ekki einkamál þolenda - það er samfélagslegt vandamál. Þolendur eiga rétt á virðingu, vernd og stuðningi frá fyrsta degi sem þeir segja frá ofbeldinu. Stafrænt ofbeldi getur átt sér stað á lokuðum skjám, en áhrifin teygja sig langt út fyrir netheim. Það skiptir máli að við séum upplýst og óhrædd við að tala um það sem gerist á netinu - því það er jafn raunverulegt og allt annað ofbeldi. Ef þú eða einhver annar verður fyrir stafrænu ofbeldi ekki hika við að leita aðstoðar

Inga Dóra Jónsdóttir

Teymisstýra Suðurhlíðar.

Dubliner
Dubliner