HSS
HSS

Aðsent

Aðstaða til knattspyrnuæfinga og íþróttaiðkunar í Suðurnesjabæ
Föstudagur 13. maí 2022 kl. 11:53

Aðstaða til knattspyrnuæfinga og íþróttaiðkunar í Suðurnesjabæ

Aðstöðu til knattspyrnuiðkunar yfir vetrartímann hefur sárvantað í okkar ágæta Suðurnesjabæ. Nú er svo komið að það getur ekki lengur beðið. Valkostagreining þ.e. staðsetning og verðmat á framkvæmdum hefur verið hafin en engin niðurstaða fengin í málið, allavega ekki svo hægt sé að sjá opinberlega.

Við á Bæjarlistanum höfum talað fyrir því að við hugsum stórt og langt fram í tímann og í því sambandi nefnt fjölnota íþróttahús sem myndi nýtast fleirum en knattspyrnunni. Umræða um staðsetningu þess við bæjarbúa hefur leitt í ljós að hún ætti að vera milli byggðarkjarnanna. Því erum við sammála og við teljum að það snúist um að hugsa til lengri tíma, bæði hvað varðar aðstöðu fyrir fleiri en eina íþróttagrein en líka í því sambandi að sameina þessi tvö sveitarfélög í eitt, hlutlægt og huglægt. Mikilvægt er að horfa lengra en fimm ár fram í tímann.

Katrín Jakobsdóttir forsetafr
Katrín Jakobsdóttir forsetafr

Það þýðir þó ekki að við á Bæjarlistanum séum á móti því að byggður verði gervigrasvöllur komi það út úr valkostagreiningu og verðmati að það reynist besta og hagkvæmasta lausnin.

Íþróttir og aðstaða hennar er á stefnuskrá okkar framboðs. Við munum vinna ötullega og hratt að því við alla hagaðila að hlúa vel málefnum þessa málaflokks.

Við munum sýna faglega forystu í uppbyggingu aðstöðu til íþróttaiðkunar.

Jónína Magnúsdóttir

Oddviti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ