Bilakjarninn
Bilakjarninn

Pistlar

Sjómenn sáttir eftir júnímánuð - margir á strandveiðum
Nýi Grindavíkurtogarinn Hulda Björnsdóttir GK í Sandgerðishöfn.
Gísli Reynisson
Gísli Reynisson skrifar
föstudaginn 4. júlí 2025 kl. 06:26

Sjómenn sáttir eftir júnímánuð - margir á strandveiðum

Þá er júní mánuður kominn á enda og heilt yfir má segja að sjómenn séu nokkuð sáttur með mánuðinn.

Ef við horfum á minnstu bátana, strandveiðbátana, endaði júní jafn illa og hann byrjaði, því að fyrstu dagana var tíðarfarið þannig að bátarnir komust lítið sem ekkert út og var það ekki nema örfáir sem réru fyrstu daganna í júní. Sama var síðasta daginn í mánuðinum. Þá fóru ekki margir bátar út, en þeir sem fóru voru allir á veiðum frá Stafnesi, út með Sandvík og í Röstinni. Veiðin var mismunandi hjá bátunum, hæsti var Sandvík GK með um 800 kíló.

Ef við lítum á nokkra báta þá var t.d Fjóla GK með 5 tonn í 9 róðrum, Staksteinn GK 5,1 tonn í 9 róðrum, Árni Sigurpáls GK 5,4 tonn í 8 róðrum og mest 1,2 tonn, Sandvík GK (2126) 6 tonn í 7 róðrum og mest 1,2 tonn, Dóra Sæm HF 8 tonn í 10 róðrum og mest 1,6 tonn, Guðrún GK 7,9 tonn í 10 róðrum, Tjúlla GK 5,5 tonn í 9 róðrum, Gola GK 5,7 tonn í 9 róðrum, Sella GK 6,9 tonn í 9 róðrum og mest 1,3 tonn, Alla GK 6,8 tonn í 9 róðrum, Faxi GK (7253) 4,6 tonn í 8 róðrum og mest 1,4 tonn, Snorri GK 7,6

Bílakjarninn
Bílakjarninn

tonn í 11 róðrum og mest 1,5 tonn, Sandvík KE (7305) 7,4 tonn í 8 róðrum og mest 1,2 tonn, Grindjáni GK 8,5 tonn í 12 róðrum og mest 1,5 tonn og Ólafur GK 8 tonn í 10 róðrum. Bæði Ólafur GK og Grindjáni GK lönduðu líka í Grindavík en meirihlutann af aflanum var landað í Sandgerði. 

Una KE var með 6,8 tonn í 9 róðrum, Hawkerinn GK 7,8 tonn í 12 róðrum, Dóri í Vörum GK 7,7 tonn í 10 róðrum og mest 1,2 tonn, Hólmsteinn GK 8,4 tonn í 10 róðrum, Dímon GK 9,6 tonn í 12 róðrum og mest 1,5 tonn en Dímon GK var aflahæstur standveiðibátanna á Suðurnesjum. Allir þessi bátar að landa í Sandgerði, Bliki GK 5,5 tonn í 9 róðrum í Keflavík og Stakkur GK 6,2 tonn í 11 róðrum í Grindavík.

Tveir dragnótabátar réru allan júnímánuð frá Suðurnesjum og voru það Margrét GK sem landaði að mestu í Grindavík en kom líka til Sandgerðis, var Margrét GK með 85 tonn í 11 róðrum og mest 20 tonn, Aðalbjörg RE var hinn báturinn sem réri allan mánuðinn og gekk mjög vel, var með um 175 tonn í 14 róðrum og mest 18,4 tonn. Öllu landað í Sandgerði nema ein löndun í Reykjavík.

Sigurfari GK var líka á veiðum allan júní og var hann með 192 tonn í 5 róðrum, mest öllu landað í Þorlákshöfn nema 37 tonn sem báturinn kom með til Sandgerðis.

Eitthvað var um að togarar kæmu til löndunar á Suðurnesjum í júní, í Sandgerði var það Pálína Þórunn GK sem kom tvisvar með um 140 tonna afla. Nokkrir komu til Grindavíkur en Hulda Björnsdóttir GK landaði mestum afla þar eða 402 tonnum í 3 löndunum og mest 159 tonn í einni löndun.