Flugger
Flugger

Pistlar

Sandgerði langaflahæst á Suðurnesjum
Gísli Reynisson
Gísli Reynisson skrifar
föstudaginn 7. júní 2024 kl. 10:00

Sandgerði langaflahæst á Suðurnesjum

Jæja, maímánuður búinn sem þýðir að fyrsta mánuði strandveiðitímabilsins 2024 er lokið og ætla ég að einblína mest á strandveiðina á Suðurnesjunum í þessum pistli.

Heildarafli sem kom á land á Suðurnesjum frá strandveiðibátunum voru alls 464 tonn og skiptust þannig að 25 tonn komu á land í Grindavík, um 40 tonn komu á land í Keflavík en Sandgerði var langstærst með 400 tonn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Reyndar var Sandgerði næststærsta strandveiðihöfn landsins í maí ef horft er á landaðan afla, Ólafsvík var stærst með 407 tonn, síðan kom Sandgerði, rétt þar á eftir kom Patreksfjörður með 389 tonn og í fjórða sæti Bolungarvík 383 tonn.

Ef horft er á fjölda báta sem lönduðu þá var Sandgerði stærsta strandveiðihöfn landsins í maí, því alls lönduðu 59 bátar afla þar. Rétt er að hafa í huga að sumir bátanna lönduðu í fá skipti og voru þá þeir bátar til að mynda að landa meirihluta afla síns í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík. Patreksfjörður var með 55 báta, Bolungarvík og Ólafsvík báðir með 52 báta.

Það voru alls átta bátar sem náðu yfir 10 tonn afla og þar af voru tveir bátar sem náðu yfir 11 tonn afla en þeir sem náðu þetta miklum afla í maí voru með þó nokkuð magn af ufsa líka.

Aflahæsti báturinn í maí var Hafdalur GK með 11,83 tonn, númer tvö var Guðrún GK 90 með 11,33 tonn, númer þrjú var Sandvík KE með 10,82 tonn, númer fjögur var Séra Árni GK með 10,61 tonn, númer fimm var Una KE með 10,32 tonn, númer sex var Von GK með 10,27 tonn, númer sjö var Gola GK með 10,06 tonn og númer átta var Stakasteinn GK með 10,02 tonn.

Númer níu, og rétt undir 10 tonnum, var Dóri í Vörum GK með 9,99 tonn, númer tíu var Dímon GK með 9,67 tonn, númer ellefu var Sindri GK með 9,62 tonn, númer tólf var Alla GK með 9,61 tonn og númer þrettán var Jói í Seli GK með 9,61 tonn.

Númer fjórtán var Giddý GK með 9,55 tonn, númer fimmtán var Dýrið GK með 9,51 tonn, númer sextán var Hólmsteinn GK með 9,40 tonn, númer sautján var Tjúlla GK með 9,27 tonn og númer átján var Kiddi GK með 9,21 tonn.

Númer nítján var Fagravík GK með 9,11 tonn, númer tuttugu var Margrét SU með 9,10 tonn, númer 21 var Bliki KE með 9,07 tonn, að mestu landað í Keflavík, hinir allir voru með mestallan aflann í Sandgerði.

Númer 22 Snorri GK 8,92 tonn, númer 23 Herborg HF 8,79 tonn, númer 24 Líf NS 8,54 tonn, númer 25 Sæfari GK 8,48 tonn, númer 26 Deilir GK 8.26 tonn, númer 27 Sólon KE 8,17 tonn.

Númer 28 Tóki ST 8,02 tonn, númer 29 Grindjáni GK 7.79 tonn, að mestu landað í Grindavík, númer 30 Þórdís GK 7,65 tonn, númer 31 Faxi GK 7,51 tonn, númer 32 Ási RE 7,33 tonn, númer 33 Sella GK 7,15 tonn.

Númer 34 Gilli Jó GK 7,15 tonn, númer 35 Vestmann GK 7 tonn, númer 36 Gullfari HF 6,98 tonn, númer 37 Krístín GK 6,51 tonn, númer 38 Nótt RE 6,45 tonn, númer 39, Groddi GK 6,33 og númer 40 Röðull GK með 6,05, Fram GK var rétt þar á eftir með 6,04 tonn.

Svona heilt yfir þá held ég að menn séu býsna ánægðir með góðan maímánuð en helsta vandamálið er það að líklegast munu veiðarnar verða stöðvaðar snemma í júlí, því einungis var leyft að veiða 10 þúsund tonn af þorski og núna í maí veiddust um 4.500 tonn af þorski.