ísbúð garðarbæjar
ísbúð garðarbæjar

Pistlar

FS-ingur vikunnar: Elskar Crocs
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
sunnudaginn 22. maí 2022 kl. 17:08

FS-ingur vikunnar: Elskar Crocs

Kamilla Ósk Jensdóttir er átján ára Keflvíkingur sem býr í Njarðvík. Kamilla er á íþrótta- og lýðheilsubraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er fótboltaþjálfari hjá Keflavík. Hennar stærsta áhugamál er að safna Crocs skóm en hún á alls tólf pör. -Kamilla Ósk er FS-ingur vikunnar.

Á hvaða braut ertu? Ég er á íþrótta- og lýðheilsubraut.

Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn við FS er fólkið og forseti í eyðum.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Líklegastur til að vera frægur er Helgi Rúnar Hafsteinsson, hann verður frægur á TikTok einn daginn.

Skemmtilegasta sagan úr FS: Skemmtilegasta sagan úr FS er þegar Ásgeir kennari lét okkur fara í planka í tíma því við vorum ekki að hlusta á hann.

Hver er fyndnastur í skólanum? Auðvelt svar, ég er klárlega fyndnasta manneskja FS.

Hver eru áhugamálin þín? Helstu áhugamál mín eru að safna Crocs, þjálfa og Road Trip með vinum.

Hvað hræðistu mest? Tásur.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég á ekkert uppáhaldslag en ég elska Bubba og eiginlega allt með honum, svo er alltaf gaman að öskra Only Love Can Hurt Like This með Paloma Faith ein í bíl.

Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er að mér er alveg sama hvað öðrum finnst.

Hver er þinn helsti galli? Minn helsti galli er að ég er rosalega óþolinmóð og verð pirruð yfir minnstu hlutum.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Ég nota TikTok mjög mikið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er ekki feimið og þegar það er auðvelt að tala við þau.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég stefni á að finna mér vinnu sem ég hef gaman af.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Ákveðin.