Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Eldgosið tekur yfir
Föstudagur 21. júlí 2023 kl. 08:21

Eldgosið tekur yfir

Enn og aftur gýs á Reykjanesskaganum. Nú er það við Litla-Hrút. Daglegur fréttaflutningur er frá gosinu um hversu einstakur þessi viðburður sé, þrátt fyrir að hann sé sá þriðji á fjórum árum. Helstu vandamálin sem blasa við er straumur fólks á gosstöðvarnar og hvernig eigi að vakta svæðið svo fólk fari sér ekki að voða. Önnur spurning er svo hvað gosið eigi að heita. Svo hafði nýi dómsmálaráðherrann helst áhyggjur af því hvernig væri best að auðvelda aðgengi að gosinu með gerð nýrra bílastæða.

Fyrir réttu ári síðan skrifaði ég Lokaorð hér í Víkurfréttir um innviði. Settar voru fram spurningar og vangaveltur sem ég hef enn ekki séð nein svör við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef það færi að gjósa einhversstaðar verulega nærri Grindavíkurbæ eða Bláa lóninu. Hvað ætlum við þá að gera?

Eru til einhverjar áætlanir ef hraun fer að renna yfir Grindavík eða orkuverið í Svartsengi? Hvernig verður með heitt vatn og rafmagn fyrir íbúa Suðurnesja? Verða Grindvíkingar flóttamenn í eigin landi fari híbýli þeirra undir hraun? Hvernig á að bregðast við komi upp eldgos á versta stað. Kannski er það trú helstu ráðamanna að ný bílastæði við Vigdísarvelli muni bjarga Grindvíkingum og Suðurnesjamönnum.