Mannlíf

Upplifun sem gleymist seint
Fimmtudagur 1. apríl 2021 kl. 20:16

Upplifun sem gleymist seint

Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar, gekki með eigikonunni og tveimur af þremur börnum að gosstöðvunum í góða veðrinu um nýliðna helgi. Hann ætlar að njóta páskanna með fjölskyldunni, slaka á og vera sem mest úti við.

Hvernig á að halda upp á páskana? 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ég kem til með að njóta páskanna með fjölskyldunni, slaka á og vera sem mest úti við. 

Eru hefðir hjá þér um páskana eða í páskamat?

Börnin fá að leita að páskaeggjunum á páskadag. Þá er matarboð um kvöldið hjá tengdafjölskyldunni þar sem yfirleitt er boðið er upp á lambakjöt. 

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? 

Ástandið breytir ekki miklu. Ég hefði þó líklega farið í sund og jafnvel upp í Borgarfjörð. 

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? 

Ég sakna strumpaeggjana sem voru í minningunni troðin af sælgæti og með þykkum fæti. 

Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur?

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19?

Ég er orðinn vanur því að þurfa endurskipuleggja verkefni og viðburði með stuttum fyrirvara. Ég finn til með grunnskólabörnunum í Grindavík sem misstu af árshátíðinni sinni og fermingarbörnunum sem voru búin að skipuleggja allt og græja. Núna skulum við klára þetta!

Ertu búinn að fara á gosstöðvar?

Ég gekk með konunni minni og tveimur börnum af þremur að gosstöðvunum í góðu veðri síðustu helgi. Það var einstök upplifun sem á örugglega eftir að gleymast seint.