RVK Asian
RVK Asian

Mannlíf

Stefnir á hálfmaraþon
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
miðvikudaginn 8. janúar 2020 kl. 07:13

Stefnir á hálfmaraþon

Ásta María Jónasdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala hjá Allt fasteignir fasteignasölu stefnir á hálfmaraþon á nýju ári. Hún svaraði áramótaspurningum Víkurfrétta.

Hvernig fagnaðir þú áramótunum?

„Við litla fjölskyldan vorum hjá pabba um áramótin, pabbi er einn helsti stuðningsmaður björgunarsveitarinnar. Nýju ári var fagnað með góðum mat og nóg af flugeldum.“

Ertu með áramótaheiti fyrir 2020?

„Kannski ekki beint áramótaheiti en markmið samt sem áður, ég stefni að því að taka hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt því að vinna í sjálfri mér.“

Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019?

„Ætli það besta hafi ekki verið þegar ég tók þá ákvörðun fyrir sjálfa mig að fara í magaermisaðgerð í Lettlandi í júlí.“

Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019 að þínu mati?

„Það er alltaf hrikalega jákvætt hvað unga fólkið okkar verður meðvitaðara um það sem er að gerast í kringum okkur. Mér fannst þetta ár einkennast mikið af því að unga fólkið varð almennt fróðara um sín mörk og mikilvægi þeirra.“