Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Miðhús í Garðinum og Brekkukot í Reykjavík í sagnastund á Garðskaga
Sviðsmyndin við Krókssíkið í Garði sumarið 1972. Myndina tók Björn G. Björnsson.
Fimmtudagur 9. mars 2023 kl. 11:00

Miðhús í Garðinum og Brekkukot í Reykjavík í sagnastund á Garðskaga

Fjórða sagnastundin á Garðskaga laugardaginn 11. mars.

Sumarið 1972 var kvikmyndin Brekkukotsannáll gerð. Myndin er eftir samnefndri bók Halldórs Laxness. Brekkukoti var valinn staður í landi Miðhúsa og varð Krókssíkið látið tákna Tjörnina í Reykjavík. Vatnagarður, sem stóð við Útskálasíkið varð að Hringjarabænum. Þetta sumar var mikið um að vera í Miðhúsum, stundum tugir manna við gerð leikmyndar og myndatökur.

Þá var stórbú í Miðhúsum, 30 kýr í fjósi, mikið verk að sinna þeim og heyöflun í gangi samhliða myndatökum.

Public deli
Public deli

Björn G. Björnsson leikmyndagerðarmaður stjórnaði gerð leikmyndar og tengslum við Miðhúsamenn. Björn kemur á sagnastundina á Garðskaga og rifjar þetta ævintýri upp í máli og myndum. Samkoman er í veitingahúsinu Röstinni á Garðskaga kl.15. Byggðasafnið verður opið og veitingasala opin.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.

Frá sagnastund sem haldin var á Garðskaga í febrúarmánuði. Þá var húsfyllir eins og á öllum fyrri sagnastundum.