Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

MÆTTIRÐU Á SVÆÐIÐ ÁRIÐ 1975? Vertu með!
Föstudagur 22. ágúst 2025 kl. 06:30

MÆTTIRÐU Á SVÆÐIÐ ÁRIÐ 1975? Vertu með!

„Þetta verður gaman, undirbúningur hefur staðið yfir síðan snemma í sumar og verður gaman að hitta gömlu bekkjar- og skólasystkinin, og annað Suðurnesjafólk af hinum rómaða ´75 árgangi,“ segir Birgitta María Vilbergsdóttir. Birgitta er í undirbúningsnefndinni ásamt fólki úr hverju sveitarfélagi af Suðurnesjum og verður öllu til tjaldað í partýi á föstudagskvöldinu á Ljósanótt, m.a. mun hin rómaða kvennasveit sem Birgitta tók þátt í að stofna, Kolrassa krókríðandi, stíga á stokk í fyrsta skipti í langan tíma og má búast við miklu stuði í KK salnum.

Hefð hefur skapast fyrir því að sá árgangur sem verður 50 ára á árinu leiði árgangagönguna á Ljósanótt. Birgittu er lengi búið að hlakka til þessa dags.

„Nú er komið að okkur í árgangi 1975! Árið sem konur tóku sér kvennafrí og héldu einn stærsta útifund Íslandssögunnar, Bobby Fischer lét eftir heimsmeistaratitil sinn í skák þegar hann neitaði að tefla við Anatolíj Karpov, Bill Gates og Paul Allen stofnuðu Microsoft og lagið Kanínan kom fyrst út á hljómplötu – nei þetta er upprunalega ekki Sálarlag.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Við í hinum rómaða 1975-árgangi á Suðurnesjum ætlum að hittast á Ljósanótt og hafa aðilar frá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum verið í undirbúningsnefndinni og sett saman dagskrá með það að markmiði að hitta gamla félaga og eiga góðar stundir saman. Þetta er í fyrsta sinn sem öll sveitarfélögin sameinast í að fagna þessum áfanga þann 5. september nk. og ákváðum við að engu yrði til sparað. Föstudaginn 5.september ætlum við að vera með partý í KK salnum þar sem boðið verður upp á hamborgara, ísveislu í boði Valdísar, Partý bingó, uppistand Kristínar Maríu og DJ Stjáni heldur uppi stuðinu það sem eftir lifir kvölds. Við í Kolrössu ákváðum að koma saman og dusta rykið af nokkrum vel völdum lögum og fengum auk þess Grindvíkinginn Sibba Dagbjarts með okkur í singalong, ég hlakka mikið til að telja í þetta kvöld.“

´75 bolurinn í Árgangagöngunni

Búið er að hanna lógó á boli sem árgangurinn ætlar að klæðast í Árgangagöngunni á laugardeginum og fyrir gönguna er fólk hvatt til þess að hittast í dögurði (e. brunch) sem verður í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þar verður sérstakur salur fyrir árganginn. Mæting kl.11:00. Þaðan er svo gengið að Hafnargötu 55 um kl.13:10 þar sem Árgangagangan hefst á slaginu 13:30.

Birgitta hvetur alla fædda ´75 til að taka daginn frá. „Þetta er búin að vera skemmtileg vinna og vonumst við til að sjá sem flesta. Það yrði gaman að vera öll eins og því panta vonandi allir bol, það þarf að panta og greiða fyrir 25. ágúst, hægt er að panta hjá Ingu með því að senda tölvupóst á [email protected]. Bolirnir eru í stærðum xs-4xl. Sömuleiðis þurfum við að vita fjöldann í partýinu en við þurfum að takmarka hann við 100 manns og því gildir einfaldlega; „fyrstir koma, fyrstir fá.“ Væntanlega þarf ekki að taka fram að partýið er eingöngu hugsað fyrir fólk fætt árið 1975 og ólst upp á Suðurnesjum. Sömuleiðis þarf að senda Ingu tölvupóst til að panta í partýið en við gefum rýmri frest á partýið, munum taka við skráningum þar til að við verðum búin að ná kvótanum og fylla kofann. Við reynum auðvitað að hafa þetta sem ódýrast, það kostar 8.500 kr. í partýið og kostnaðarverð bolsins er 2.600 kr. Hægt að millifæra inn á þennan reikning; 0511-26-48842, kt: 290175-3809, og senda staðfestingu á [email protected].

Við í nefndinni hvetjum alla fimmtuga og verðandi fimmtuga til að hafa samband við tengilið úr sínu sveitarfélagi sem fyrst og tryggja sér sæti í partýið og auðvitað verðum við öll í eins bolum á Árgangagöngunni.

Komum saman, gleðjumst, hittum gamla félaga og rifjum upp árin á Hafnargötunni, FS, úr íþrótta- og æskulýðsstarfinu eða bara sumrin þegar margir unnu saman í frystihúsunum, sælla minninga,“ sagði Birgitta að lokum.

Nefndina skipa: Brynja Björk Harðardóttir og Inga Birna Antonsdóttir, Njarðvík, Birgitta María Vilbergsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman, Keflavík, Herdís Gunnlaugsdóttir Holm og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, Grindavík, Heiða Ingimundardóttir og Herborg Hjálmarsdóttir, Garði, Sallý Sigurðardóttir og Eygló Viðarsdóttir Biering, Vogum, og Bergný Jóna Sævarsdóttir, Sandgerði.