Flugger
Flugger

Mannlíf

Lofthrædd,  jákvæð og alltaf í stuði
Sunnudagur 12. mars 2023 kl. 07:00

Lofthrædd, jákvæð og alltaf í stuði

FS-ingur vikunnar: Nafn: Hekla Sól Harðardóttir Aldur: 16 ára Námsbraut: Raunvísindabraut Áhugamál: Mála/teikna

Hekla Sól er 16 ára gömul og á raunvísindabraut í FS. Hekla er jákvæð og félagslind og er alltaf í stuði. Áhugamál Heklu eru að mála og teikna og er hennar draumur að verða rík listakona. Hekla er FS-ingur vikunnar. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvað ert þú gömul? Ég er 16 ár.a 

Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Listkennarans míns.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Ég komst ekki í fyrsta skólann sem ég valdi.

Hver er helsti kosturinn við FS?
Félagslífið.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Frábært. 

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég veit það ekki.

Hver er fyndnastur í skólanum? Ég.

Hvað hræðist þú mest?  Ég er lofthrædd.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Ég fylgist ekki mikið með því.

Hvert er uppáhalds lagið þitt?
The morning með The Weeknd.

Hver er þinn helsti kostur?
Ég er félagslynd.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Spotify og solitaire.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Ég bara hef enga hugmynd.

Hver er þinn stærsti draumur?
Að verða rík listakona.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?
Jákvæð, því ég er alltaf í stuði.