Bygg
Bygg

Fréttir

Tillaga um nýtt íþróttafélag felld í báðum byggðarkjörnum Suðurnesjabæjar
Mánudagur 12. maí 2025 kl. 22:24

Tillaga um nýtt íþróttafélag felld í báðum byggðarkjörnum Suðurnesjabæjar

Afgerandi nei í Sandgerði – tillagan féll þrátt fyrir nauman meirihluta í Garði

Tillaga um stofnun nýs sameinaðs íþróttafélags í Suðurnesjabæ var felld á auka aðalfundum beggja aðildarfélaga, Reynis í Sandgerði og Víðis í Garði, sem haldnir voru mánudaginn 12. maí.

Í Sandgerði var niðurstaðan afgerandi:
Af 168 greiddum atkvæðum sögðu 29 já, 138 nei og 1 seðill var auður.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Í Garði var niðurstaðan naum, en ekki nægilega sterk: Alls greiddu 91 atkvæði. 46 sögðu já, 45 sögðu nei – en samkvæmt reglum þurfti 2/3 samþykki til að tillagan næðist. Það náðist ekki.

Með því er ljóst að hvorugt félagið samþykkti tillöguna og því verður af sameiningu félaganna í nýtt íþróttafélag ekki.