Bílaútsalan - Gylfi
Bílaútsalan - Gylfi

Mannlíf

Ljósanótt 2019: Virkilega mikilvægt að taka eina ferð í fallturninum
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
miðvikudaginn 4. september 2019 kl. 16:01

Ljósanótt 2019: Virkilega mikilvægt að taka eina ferð í fallturninum

Magnþór Breki Ragnarsson er tvítugur Keflvíkingur sem starfar sem smiður og heldur með Arsenal í enska boltanum. Hann segir Ljósanótt frábæra bæjarskemmtun sem gefur fjölskyldum og vinum tækifæri á því að eiga góðar stundir saman. „Bærinn iðar af lífi og nóg um að vera fyrir alla aldurshópa.“

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja?

„Sjálfur ætla ég að kíkja á listasýningar, heimatónleikana, árgangagönguna og að sjálfsögðu ætla ég að skella mér í Stapann á Ljósanæturballið.“

Hvað finnst þér ómissandi á Ljósanótt?

„Heimatónleikarnir og árgangagangan eru algjört möst og síðan er líka virkilega mikilvægt að taka eina ferð í fallturninum.“

Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti?

„Ég myndi mæla með bílasýningunni og öllum listasýningunum sem eru á víð og dreif um bæinn. Dagskráin er alltaf frábær og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.“

Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin þín?

„Ætli það sé ekki bara þegar maður var yngri og eyddi allri helginni í tækjunum og fékk að vera lengur úti en gengur og gerist.“

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs