Blik í auga
Blik í auga

Mannlíf

Ljósanætursprell í skrúðgarðinum í Keflavík
Frá Ljósanótt 2017.
Föstudagur 4. september 2020 kl. 15:30

Ljósanætursprell í skrúðgarðinum í Keflavík

Sprell.is verður með leiktæki í Skrúðgarðinum í Keflavík í dag, föstudag, og á morgun, laugardag.

Í auglýsingu frá Sprell.is segir að þar sem Ljósanótt falli niður í ár verði lítil útgáfa af Ljósanætursprelli í Skrúðgarðinum. Ýmiskonar tæki og fjör fyrir krakka á öllum aldri.

Í dag er opið frá kl. 16 til 20 og á laugardag er opið frá kl. 12 til 20. Öllum reglum um sóttvarnir er fylgt, tveggjametra regla og sóttvarnir við öll tæki.