Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Let It Fly hefur tekið sig á loft
Laugardagur 16. janúar 2021 kl. 10:29

Let It Fly hefur tekið sig á loft

Rolf Hausbentner Band er komið undan feldi og frá hljómsveitinni svífur Let It Fly.

Let It Fly er fyrsta lagið sem hljómsveitin gefur út og er nú aðgengilegt á streymisveitum auk þess sem lagið hefur verið sent til betri útvarpsstöðvar landsins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Rolf Hausbentner Band (RHB) er hljómsveit sem stofnuð var árið 2020. Meðlimir hennar höfðu þá harkað á öldurhúsum og knæpum landsins í áravís. Hljómsveitin vinnur að upptökum á fyrstu plötu sinni sem væntanleg er árið 2022.

Stofnandi hljómsveitarinnar og bassaleikari er Rolf Hausbentner. Aðrir meðlimir eru Hlynur Þór Valsson sem syngur og spilar á munnhörpu, B.B. Green sér um gítarleik og Ólafur Ingólfsson lemur húðir ásamt því að stjórna upptökum. Mastering fór fram í Skonrokk Studios.

Hljómsveitin spilar rokk og ról fyrir ljúfar sálir.

Finna má Rolf Hausbentner band á samfélagsmiðlum og eins senda tölvupóst til að hafa samband: [email protected]

https://www.facebook.com/hausbentner

https://www.instagram.com/rolf.hausbentner.band/