Hljómahöll Johnny
Hljómahöll Johnny

Mannlíf

Let It Fly hefur tekið sig á loft
Laugardagur 16. janúar 2021 kl. 10:29

Let It Fly hefur tekið sig á loft

Rolf Hausbentner Band er komið undan feldi og frá hljómsveitinni svífur Let It Fly.

Let It Fly er fyrsta lagið sem hljómsveitin gefur út og er nú aðgengilegt á streymisveitum auk þess sem lagið hefur verið sent til betri útvarpsstöðvar landsins.

Rolf Hausbentner Band (RHB) er hljómsveit sem stofnuð var árið 2020. Meðlimir hennar höfðu þá harkað á öldurhúsum og knæpum landsins í áravís. Hljómsveitin vinnur að upptökum á fyrstu plötu sinni sem væntanleg er árið 2022.

Stofnandi hljómsveitarinnar og bassaleikari er Rolf Hausbentner. Aðrir meðlimir eru Hlynur Þór Valsson sem syngur og spilar á munnhörpu, B.B. Green sér um gítarleik og Ólafur Ingólfsson lemur húðir ásamt því að stjórna upptökum. Mastering fór fram í Skonrokk Studios.

Hljómsveitin spilar rokk og ról fyrir ljúfar sálir.

Finna má Rolf Hausbentner band á samfélagsmiðlum og eins senda tölvupóst til að hafa samband: rolfhausbentner@gmail.com

https://www.facebook.com/hausbentner

https://www.instagram.com/rolf.hausbentner.band/