SSS
SSS

Mannlíf

Komast langt í körfunni
Sunnudagur 12. mars 2023 kl. 07:15

Komast langt í körfunni

Ungmenni vikunnar: Nafn: Hólmfríður Eyja Jónsdóttir Aldur: 14 að verða 15 í október Skóli: Njarðvíkurskóli Bekkur: 9. bekkur Áhugamál: Körfubolti og bakstur.

Hólmfríður Eyja er 14 ára körfuboltamær sem er fædd og uppalin Njarðvíkingur. Hólmfríður er dugleg og jákvæð og stefnir á að fara í snyrtifræði eða ná langt í körfunni í framtíðinni. Hólmfríður er ungmenni vikunnar.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Hvert er skemmtilegasta fagið? Örugglega heimilisfræði 

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?  Örugglega Patrik Joe útaf því hann myndi verða frægur fyrir körfu og komast örugglega i NBA.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar við fórum á Úlfljótsvatn í 7. bekk, það fylgja margar góðar minningar frá því.

Hver er fyndnastur í skólanum? Sara Björk vinkona mín er alltaf eitthvað að flippa í okkur.

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Ég er eiginlega ekki með neitt uppáhalds lag. Ég hlusta alveg á allskonar lög .

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er sushi og humar.

Hverjir eru uppáhalds þættir þín? Uppáhalds þættirnir mínir a Netflix eru Ginny and Georgia og OBX. 

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?
Mat, vatnsflösku og símann minn.

Hver er þinn helsti kostur? Ég myndi örugglega segja fyndin og góð vinkona.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi velja að geta telli-
portast, svo ég gæti farið hvert sem er 

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er kurteis og jákvætt.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Eg myndi vilja læra snyrtifræði eða komast langt í körfunni og fara í skóla í útlöndum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Dugleg.