Flugstefna Íslands
Flugstefna Íslands

Mannlíf

Hvatning vikunnar: Að hafa gaman að því að æfa
Ósk Matthildur.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 6. september 2019 kl. 05:26

Hvatning vikunnar: Að hafa gaman að því að æfa

Hvernig fæ ég meiri hvatningu til þess að stunda hreyfingu og mæta á æfingar?

Settu þér markvisst markmið að því að bæta met þitt í því sem þú ert að gera t.d. í langhlaupi, armbeygjum, upphýfingum, þyngd á lóðum eða gráðu á teygjanleika, frekar en að setja þér einungis útlitsleg markmið s.s þyngdartap og/eða vöðvastækkun.

Treystu mér, um leið og þú breytir hugarfarinu á þennan hátt verður ekki bara auðveldara að mæta heldur ferðu að hafa meira gaman af hreyfingunni sjálfri. Þá fara hlutirnir að gerast.

Byrjaðu rólega en þó örlítið krefjandi. „Krefjandi“ er lykillinn að ánægju hér. Þú þarft að finna fyrir því að þú sért að afreka eitthvað, hvort sem það er lítið eða stórt. Hvatningin til þess að halda áfram að mæta verður þá ennþá meiri.

Með kveðju,
Ósk Matthildur
Einkaþjálfari ÍAK og Markþjálfi

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs