Mannlíf

Góð viðbrögð við samráðsvef Reykjanesbæjar
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 22. maí 2020 kl. 10:22

Góð viðbrögð við samráðsvef Reykjanesbæjar

„Viðbrögðin hafa verið góð og margar góðar hugmyndir borist, allt frá staðetningu á leikvöllum, sögu-appi og ísbúð. Við viljum fá sem mest af hugmyndum og helst þær sem nýtast slæmu atvinnuástandi en hvetjum auðvitað bæjarbúa til að vera duglega. Við tökum við öllum hugmyndum og komum þeim í umræðu í viðkomandi nefndum hjá bæjarfélaginu,“ segir Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar hjá Reykjanesbæ.

Á dögunum opnað Reykjanesbær nýjan samráðsvef, BetriReykjanesbaer.is sem hefur það markmið að auka þátttöku íbúa í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Vefurinn er einfaldur í notkun og hægt að velja hvort komið er fram undir nafni eða ekki og ætti því að henta flestum. „Ég hvet alla til að skoða vefinn og setja inn nýjar hugmyndir og ábendingar eða hafa skoðun á þeim sem þegar eru komnar inn og taka með því þátt í að byggja í sameiningu upp enn betri Reykjanesbæ,“ bætti Jóna Hrefna við.