Mannlíf

Fyrsti kossinn í Frumleikhúsinu
Sunnudagur 19. september 2021 kl. 09:33

Fyrsti kossinn í Frumleikhúsinu

-Leikfélag Keflavíkur fagnar 60 ára afmæli með 100. leiksýningunni

Í ár fagnar Leikfélag Keflavíkur 60 ára afmæli og af því tilefni verður söngleikurinn „Fyrsti kossinn“ frumsýndur í Frumleikhúsinu þann 22. október næstkomandi. Sýningin er jafnframt sú eitt hundraðasta í sögu félagsins ef rétt er talið og því ber að fagna.

Þetta öfluga leikfélag hefur svo sannarlega sögu að baki sem gaman verður að rifja upp í máli og myndum og ætla Víkurfréttir að gera því góð skil fram að frumsýningu. Á 60 ára ferli hafa margir lagt félaginu lið og þeim ber að þakka. Einhverjir lögðu leiklistina fyrir sig sem atvinnuleikarar og starfa enn við það. Nokkrir þeirra hafa svo komið og lagt félaginu lið sem leikstjórar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Sú sem þetta ritar lék sitt fyrsta hlutverk fyrir 40 árum á sviði í Félagsbíó en áður höfðu sýningar verið m.a. í Stapa. Húsnæðisvandi var til staðar allt til ársins 1997 og fóru æfingar fram á hinum ýmsu stöðum, heima hjá leikurum, í gömlu vörubílastöðinni, á nokkrum leikskólum og skólum svo eitthvað sé nefnt. Það var svo árið 1997 að tímamót urðu þegar félagið fékk neðri hæðina að Vesturbraut 17 til umráða og ráðist var í að breyta húsnæðinu sem áður var skemmtistaður í fullkomið leikhús. Þar voru að verki fáir en öflugir félagsmenn sem tókst á aðeins níu mánuðum að gera húsið klárt. 

100 leiksýningar á 60 árum er afrek sem vert er að halda á lofti en auk sýninganna hafa félagar komið að ýmsum uppákomum tengdum bæjarfélaginu eins og 17. júní, þrettánda­gleði, Ljósanótt o.fl. Þá eru ófá „giggin“ á hinum og þessum árshátíðum, þorrablótum og öðrum uppákomum.

Fyrsti kossinn er söngleikur saminn af Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaugi Ómari Guðmundssyni sem bæði hafa leikið og setið í stjórn LK í mörg ár. Brynja Ýr er dóttir Guðnýjar Kristjánsdóttur og Júlíusar Guðmundssonar en þau eru og hafa verið máttarstólpar í starfinu í tugi ára. Þá er gaman að geta þess að eldri dóttir þeirra hjóna, Kristín Rán, er aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. Tónlistarstjórn er höndum þeirra Smára Guðmundssonar og Björgvins Ívars Baldurssonar, sem einnig er barnabarn Rúnars heitins eins og þær systur Brynja og Kristín Rán. 

Fyrsti kossinn er söngleikur saminn af Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaugi Ómari Guðmundssyni sem bæði hafa leikið og setið í stjórn LK í mörg ár.

Verkið er að sögn höfundanna samið og sett upp til að heiðra minningu Rúnars heitins en eins og flestir vita var Rúnar frábær tónlistarmaður og meðlimur í vinsælustu hljómsveitum landsins á sínum tíma, samdi og gaf út óteljandi lög og rak útgáfufyrirtækið Geimstein sem enn er starfandi. Verkið hefur að geyma lög og texta eftir Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson, Bubba Morthens og fleiri snillinga og fjallar í stuttu máli um líf og ástir hljómsveitarmeðlima í hljómsveitinni Gripum sem reyna að meika það. Lögin eru þekktar perlur sem allir kunna og textinn sem tengir lögin snilldin ein hjá þessu unga fólki.

Leikaravalið var leikstjóranum Karli Ágústi Úlfssyni og danshöfundinum, dóttur Karls, Brynhildi Karlsdóttur, afar erfitt en margir frábærir, hæfileikaríkir einstaklingar mættu í prufur sem fram fóru í ágúst.

Leikaravalið var leikstjóranum Karli Ágústi Úlfssyni og danshöfundinum, dóttur Karls, Brynhildi Karlsdóttur, afar erfitt en margir frábærir, hæfileikaríkir einstaklingar mættu í prufur sem fram fóru í ágúst. Lifandi tónlist, söngur og dans einkenna sýninguna sem eins og áður sagði verður frumsýnd 22. október.

Guðný Kristjánsdóttir