Subway
Subway

Mannlíf

Foreldrar komu færandi hendi
Þriðjudagur 14. janúar 2020 kl. 17:02

Foreldrar komu færandi hendi

Ljósmæðurnar á Ljósmæðravaktinni fengum óvænt góða gesti 11. janúar sl. Þeir komu færandi hendi fyrir hönd 73 foreldra sem allir nutu þjónustu fæðingardeildar HSS á árinu 2019. Deildinni voru færðar myndir af öllum börnunum ásamt upplýsingum um hvert barn og mörgum persónulegum skilaboðum frá foreldrum til sinna ljósmæðra, ljúffengar veitingar og 120 þúsund krónur.

„Það er óhætt að segja að þessi hlýhugur snertir okkur djúpt og kunnum við ykkur öllum miklar þakkir fyrir. Verið hjartanlega velkomin í þjónustu til okkar aftur og aftur,“ segir á Facebook síðu Ljósmæðravaktar HSS í Reykjanesbæ.