Hs Orka starf
Hs Orka starf

Mannlíf

Endurgerir Dans III frá árinu 1998 í Listasafni Reykjanesbæjar
Föstudagur 16. apríl 2021 kl. 16:00

Endurgerir Dans III frá árinu 1998 í Listasafni Reykjanesbæjar

Egill Sæbjörnsson endurgerir verk sitt Dans III frá árinu 1998 í Listasafni Reykjanesbæjar í dag, föstudag, kl. 18:00.

„Verkið er eins konar málverk. Hreyfingin í dansinum eru línur eða teikning sem býr til rýmið og formin í málverkinu. Trommuleikurinn er eins og undirleikari í þöglu myndunum. Egill segir að sig hafi langað til að stíga inn í málverkið og ganga þar um. Í verkinu snýr hann því við og stígur út úr málverkinu (vídeóinu) og sest við trommusett. Sýndarrými myndbandsins mætir líkamlegu rými með trommusettinu. Egil langaði líka til að skapa dansverk, en þar sem hann er ekki dansari, bjó hann þess í stað til aðferð með hreyfimyndum til að búa til dans. Innblásturinn kom víða að, en Egill varð m.a. fyrir áhrifum af óteljandi nútímadansverkum í vídeósafni Pompidou safnsins í París þegar hann var skiptinemi. Egill er málari að mennt og teiknari í grunninn, og löngunin til að fara inn í málverkið, eða hreyfa það til, varð til þess að hann fór að vinna með tölvutækni snemma á ferlinum. Þannig má segja að Dans III sé dans- og málverk, eða útfærsla málverksins í tölvutækni tímans sem það varð til á,“ segir í kynningu á viðburðinum.

Sólning
Sólning