Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Eggin á Djúpavogi áhugaverð
Mánudagur 24. ágúst 2020 kl. 09:11

Eggin á Djúpavogi áhugaverð

Ruth Kristjánsdóttir ferðaðist um suðurströndina og austfirði í sumar. Eggin á Djúpavogi vöktu athygli hennar og það kom skemmtilega á óvart hversu gott veðrið var á ferðalögum sumarsins. Ruth svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum í netspjalli þar sem kemur fram að mamma hennar gerir besta rækjukokteil í heimi.

– Nafn:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ruth Kristjánsdóttir.

– Árgangur:

1970.

– Fjölskylduhagir:

Gift Ástþóri Bjarnasyni og á tvo stráka, þá Kristján Jay og Bjarna Má.

– Búseta:

Reykjanesbæ.

– Hverra manna ertu og hvar upp alin?

Foreldrar mínir heita Guðbjört Þóra Ólafsdóttir og Kristján Hansson. Ég er alin upp í Keflavík.

– Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu?

Við hjónin fórum til Egilsstaða í vor ásamt því að keyra flesta firðina þar í kring og svo í sumar kíktum við á Höfn í Hornafirði með viðkomu í Reynisfjöru, Jökulsárlóni og Djúpavogi.

– Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri?

Nei, fyrri ferðin var skipulögð af eiginmanninum um jólin en seinni ferðin var ákveðin með viku fyrirvara.

– Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar?

Mér fannst áhugavert að fara á Djúpavog og skoða eggin.

– Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

Hvað veðrið var gott.

– Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands?

Já, finnst Þórsmörk einstaklega falleg.

– Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni?

Nei, nú er vinnan tekin við.

– Hver eru þín helstu áhugamál?

Lesa, sauma, föndra og púsla.

– Ertu að sinna áhugamálum eins og þú vildir?

Já, það finnst mér.

– Hvernig slakarðu á?

Með því að stunda áhugamálin.

– Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér?

Engin sérstakur en finnast fiskibollurnar og rækjukokteilinn hennar mömmu best af öllu.

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig?

Er oft með sjónvarpið í gangi þegar ég er að sinna áhugamálunum. Oftast er það Quest Red á kaplinum eða sjónvarp Símans

– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?

Fréttum.

– Besta kvikmyndin?

The Notebook. Er sökker fyrir grenjumyndum.

– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða -rithöfundur?

Ég á engan sérstakan uppáhaldshöfund en les mest krimmabækur.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?

Hversu óþolinmóð ég get verið.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?

Óheiðarleiki.

– Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun:

Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig.

– Hver er elsta minningin sem þú átt?

Þegar ég stal dúkkuvagninum hennar Írisar systur og braut hjólið á honum. Versta var ég náðist á mynd að drösla honum heim þannig að það komst upp um mig.

– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu?

Ég færi aftur til 1998 og faðmaði pabba minn einu sinni enn.

– Hver væri titillinn á ævisögu þinni?

Prinsessan á bauninni.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Bara eins og hin árin með bara fleiri takmörkunum. Finnst erfitt að getað ekki knúsað fólk og þessi höft hafa breytt plönum sem voru gerð.

– Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri?

Ég hlakka bara til vetrarins. Ég vinn með svo skemmtilegu fólki í Heiðarskóla þannig að þessi vetur getur ekki klikkað.

– Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega?

Hef nú bara ekki heyrt neinn prenthæfan brandara nýlega.