Mannlíf

Bíósalur kominn í Fjörheima
Gaman í bíó í Fjörheimum. Ljósakerfi er í salnum sem hægt er að stilla í ýmsum litum. Hugo Hoffmeister Filho sigur glaðbeittur á fremsta bekk.
Mánudagur 14. október 2019 kl. 10:00

Bíósalur kominn í Fjörheima

Bíósalur hefur nú verið tekinn í notkun á neðstu hæð 88 hússins í Reykjanesbæ, þar sem starfsemi Fjörheima fer fram. Unga fólkið sem sækir Fjörheima er ánægt með salinn og hann er strax kominn í góð not. Starfsfólk Fjörheima, sem margt hvert er í iðnámi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, útbjó salinn og komu aðföng víða að. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.

Hugmyndin að bíósalnum kom frá starfsfólki Fjörheima. Framkvæmdir hófust fyrir um tveimur mánuðum síðan en lauk nýverið. Að sögn Hugo Hoffmeister Filho, starfsmanns í Fjörheimum, er góð nýting á salnum og hann hefur trekt að.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Hljóðkerfið er alveg magnað,“ segir Hugo og er augljóslega mjög hrifinn. Salurinn er nýttur til að horfa saman á beinar útsendingar í boltanum, bíómynd eða spila tölvuleiki.

„Krakkarnir elska þetta og eru hér oft. Við erum með Apple tv, íslenska sjóvarpsrás og Playstation tölvu. Salurinn er bæði notaður af þeim sem sækja Fjörheima og 88 húsið.“

Það kom fram í máli Hafþórs Birgissonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa, að bíósalurinn væri skemmtileg samvinnuverkefni.

„Hér gátu iðnnemar í FS nýtt nám sitt til að smíða og hanna, umhverfissvið Reykjanesbæjar og Reykjanesbær útvegaði ýmis aðföng, s.s. hljóðkerfi og húsgögn og önnur húsgögn fengum við gefins.“