Mannlíf

Beint streymi af gjörningi hjá Listasafni Reykjanesbæjar
Föstudagur 26. mars 2021 kl. 13:15

Beint streymi af gjörningi hjá Listasafni Reykjanesbæjar

Beint streymi af gjörningi í Listasafni Reykjanesbæjar stendur nú yfir. Nálgast má streymið með því að smella hér.


Carl Michael Richardt er með performans Listasafn Reykjanesbæjar - Reykjanes Art Museum Duus Safnahús / Duus Museum í beinu streymi í dag klukkan 11:30 til 16:30. Performansinn er í tengslum við nýja sýningu safnsins BERSKJÖLDUÐ/UNARMED sem opnar á sunnudaginn 28 mars klukkan 12:00.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fjölbreytt listform togar skynvitund og upplifun okkar í ólíkar áttir. Listin er falleg og einlæg, sá staður þar sem engin takmörk eru og allir eru frjálsir til orða og athafna. Á sama tíma glímir samfélagið við takmarkanir og ágengni sem setur efa í vitund og tilvist okkar. Lífið er ýmist fullt af sorg eða taumlausri hamingju.

Sýningin Berskjölduð er samsýning ellefu listamanna sem fanga á ólíkan hátt áskoranir og viðfangsefni í lífinu. Með því að draga þeirra eigin reynslu inn í listaverk sín verða þau bæði berskjölduð og einlæg. Þau nota eigin sjálfsímynd og reynsluheim sem efnivið og úr því verða til opinská og djörf verk sem við sjálf getum tengt okkur við eða lært af. Sum verkanna sýna úthald og seiglu á meðan önnur fagna mannslíkamanum með húmor og næmni.

Listamenn eru:

Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Berglind Ágústsdóttir

Dýrfinna Benita

Egill Sæbjörnsson

Freyja Reynisdóttir

Hildur Ása Henrýsdóttir

Maria Sideleva

Melanie Ubaldo

Michael Richardt

Róska

Sara Björnsdóttir

Sýningastjórar: Sýningarstjórar/curators

Amanda Poorvu

Ari Alexander Ergis Magnússon

Björk Hrafnsdóttir

Emilie Dalum

Vala Pálsdóttir