Mannlíf

500 trjám plantað í Njarðvíkurskógi
Laugardagur 2. október 2021 kl. 08:17

500 trjám plantað í Njarðvíkurskógi

Nemendur í fimmta bekk Njarðvíkurskóla plöntuðu alls 500 trjáplöntum í Njarðvíkurskógum í síðustu viku. Hópurinn kom saman í Barnalundi með plönturnar sem eru frá Yrkju, sjóði æskunnar til ræktunar landsins.

Í Barnalundi fengu þau leiðsögn í því hvernig best sé að setja niður trjáplöntur og svo dreifði nemendahópurinn sér um svæðið og hóf að setja niður birkiplönturnar, sem á næstu árum verða vonandi að myndarlegum birkitrjám í þeirri útivistarparadís sem Njarðvíkurskógar eru að verða.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í gróðursetningarátakinu í Njarðvíkurskógum.