bygg 1170
bygg 1170

Íþróttir

Útlendingslausir Grindvíkingar ógnuðu ekki KR
Hart barist í leik UMFG og KR. Mynd/karfan.is
Laugardagur 5. október 2019 kl. 11:57

Útlendingslausir Grindvíkingar ógnuðu ekki KR

Útlendingalausir Grindvíkinar náði ekki að ógna meistaraliði KR í fyrstu umferð Domino’s deildinni í körfubolta í Frostaskjólinu á föstudagskvöld. Lokatölur urðu 89-77 fyrir heimamenn.

KR var allan tímann með yfirhöndina en Grindavík minnkaði muninn minnst í 7 stig í síðari hálfleik. KR liðið er ógnarsterkt en í það vantaði nokkra lykilmenn en kom ekki að sök.

KR-Grindavík 89-77 (28-17, 18-17, 19-24, 24-19)

http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=109345&game_id=4637129

KR: Michael Craion 23/15 fráköst, Helgi Már Magnússon 16/5 fráköst, Jakob Örn Sigurðarson 13/7 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Matthías Orri Sigurðarson 10/8 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 9/7 fráköst/8 stoðsendingar, Þorvaldur Orri Árnason 7, Óli Gunnar Gestsson 0, Benedikt Lárusson 0, Sveinn Búi Birgisson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Brynjar Þór Björnsson 0.

Grindavík: Ingvi Þór Guðmundsson 22/5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 21/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 13/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 8/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 4, Nökkvi Már Nökkvason 3, Kristófer Breki Gylfason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Bragi Guðmundsson 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson

Áhorfendur: 400

Nánari umfjöllun má finna á karfan.is