Stuðlaberg Pósthússtræti

Íþróttir

Tveir njarðvískir útlendingar farnir heim
Mánudagur 30. nóvember 2020 kl. 10:33

Tveir njarðvískir útlendingar farnir heim

Tveir erlendir leikmenn hjá Domino’s liði Njarðvíkur í körfubolta eru farnir til síns heima og leika ekki með UMFN þegar keppni hefst að nýju.

„Strákarnir óskuðu báðir eftir því að losna og halda heim til fjölskyldna sinna á þessum tíma. UMFN skilur afstöðu þeirra og hefur orðið við ósk þeirra að losna og halda heim á leið. Það hefur náttúrulega reynst leikmönnum afar erfitt að halda sér við og æfa við þær aðstæður sem eru uppi um þessar mundir og leikmönnunum þótti báðum betra að halda til síns heima og koma sér í aðstæður þar sem þeir geta hið minnsta æft og haldið sér við fyrir framtíðina,“ segir á heimasíðu körfuknattleiksdeildar UMFN.