Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Þrjár stúlkur frá Suðurnesjum keppa í boxi í Svíþjóð
Föstudagur 31. janúar 2020 kl. 14:04

Þrjár stúlkur frá Suðurnesjum keppa í boxi í Svíþjóð

Þrjár stelpur frá Hnefaleikafélagi Reykjaness keppa í Svíþjóð í hnefaleikum um helgina á hinu árlega Golden Girl boxing cup en það mót er einungis ætlað konum í íþróttinni. Hildur Ósk Indriðadóttir (36) keppir í sínum fyrsta bardaga á árinu en hún fékk eftirminnilega silfur á Íslandsmótinu 2019. Margrét Guðrún Svavarsdóttir (21) er að hefja keppni að nýju en hún var íslandsmeistari og hnefaleikakona ársins 2017. Kara Sif Valgarðsdóttir (14) er að taka þátt í sínum fyrsta bardaga en hún er jafnframt yngsta íslenska stelpa sem keppir í ólympískum hnefaleikum. Kara hefur æft fjölda ára í íþróttinni og stefnir hátt. 

Public deli
Public deli